Lokaritgerðir í sagnfræði
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands

Um gagnasafnið

Í þetta gagnasafn eru skráðar lokaritgerðir í sagnfræði við Háskóla Íslands frá 1952 til september 2017. Gagnasafnið er ekki tæmandi því ritgerðir skiluðu sér ekki allar til Háskólabókasafns fyrr á árum. Skrá yfir ritgerðir eldri en frá 1952 er að finna í Mími, blaði Félags stúdenta í íslenskum fræðum, 2. tbl. 1963, bls. 20-25, og nær hún yfir þá sem lokið hafa prófi í íslenskum fræðum frá H.Í. og lokaritgerðir þeirra frá upphafi fram til 1962.

Ritgerðir eru flokkaðar eftir tímabilum og efni. Ritgerð getur fallið undir fleira en eitt tímabil eða efnisflokk. Hægt er að leita í gagnagrunninum bæði að höfundum og efnisorðum í titlum.

Skráin var upphaflega unnin af Guðmundi Jónssyni kennara í sagnfræði með aðstoð Ingu Þóru Ingvarsdóttur sagnfræðinema. Skráin er uppfærð reglulega og var síðast uppfærð í júní 2015. Forritun annaðist upphaflega Örvar H. Kárason en árið 2010 var gagnasafnið endurhannað af Reiknistofnun.

Eldri lokaritgerðir eru aðgengilegar á pappírsformi í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðunni og er hægt að fá þær lánaðar til lestrar á safninu. Frá og með janúar 2009 hafa ritgerðirnar verið geymdar á stafrænu formi í Skemmunni (skemman.is), rafrænu gagnasafni háskólanna á Íslandi yfir lokaritgerðir nemenda.

Þegar höfundur er valinn, með því að smella á nafn hans, fæst upp gluggi með öllum ritgerðum eftir þann höfund. Við hlið þeirra ritgerða sem aðgengilegar eru á Skemmunni, er að finna merki skemmunnar Sækja í skemman.is. Ef smellt er á það, leiðir það beint á stafræna útgáfu ritgerðarinnar inni á Skemmunni.


Leiðbeiningar

Ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum. Leitarstrengurinn þarf að vera lágmark 3 stafir á lengd og ekki lengri en 30 stafir.

Táknið * getur staðið fyrir einhvern streng að lengdinni 0 til n, ? getur staðið fyrir einhvern einn staf. Táknið # má nota til að merkja upphaf eða endir strengs. Nokkur dæmi #gunnar, #Ö*, #athugun, jónasdóttir#, s?g?.

Til baka í leit ...

© 2003-2008 Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Nýja-Garði, 101 Reykjavík